Breyting á vöxtum af sjóðfélagalánum

02.10.2006

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt að fastir vextir LSR lána skuli frá og með 1. október 2006 vera 4,85%.
Umsóknir um lán með föstum vöxtum, sem þegar hafa borist sjóðunum til afgreiðslu og standast reglur sjóðsins, verði afgreiddar í samræmi við efni þeirra og þau vaxtakjör sem boðin voru hjá sjóðunum þegar umsóknirnar voru lagðar inn. 
Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum.

Jafnframt hefur verið ákveðið að vextir lána með breytilegum vöxtum verði 4,62% og að sú breyting taki jafnframt gildi frá og með 1. október. Breyting á vöxtum þeirra lána sem eru með breytilegum vöxtum nær jafnt til nýrra sem eldri lána. Breytilegir vextir eru endurskoðaðir fjórum sinnum á ári og er við það miðað að þeir séu 0,50 prósentustigum yfir ávöxtunarkröfu á markaði á lengstu bréfum Íbúðalánasjóðs.