Ársfundur og ársskýrsla LSR og LH

18.05.2006

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var haldinn miðvikudaginn 17. maí á Nordica Hótel. Þar var gerð grein fyrir ársreikningum sjóðanna fyrir árið 2005, niðurstöðu tryggingafræðilegra úttekta á stöðu sjóðanna, fjárfestingarstefnu þeirra og ávöxtun.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu  LSR og LH fyrir árið 2005 á rafrænu formi á heimasíðu LSR. Hægt er að nálgast prentað eintak af ársskýrslunni á skrifstofu sjóðanna í Bankastræti 7. Ef óskað er eftir því að fá ársskýrsluna senda í pósti þá sendið póst á netfang lsr@lsr.is. Hægt er að nálgast eldri ársskýrslur LSR og LH.