Ávöxtun ársins 2005 sú besta frá upphafi hjá LSR og LH

24.04.2006

Nafnávöxtun LSR var 18,9% á árinu 2005 sem svarar til 14,0% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 9,3% hreina raunávöxtun árið 2004. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 6,3% og síðustu 10 ár 5,7%.
Heildareignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í árslok 2005 námu 227,4 milljörðum króna og uxu um tæpa 48 ma.kr. á árinu eða um 26,5%.

Ávöxtun einstakra eignaflokka sjóðsins var góð á síðasta ári. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa var 6,5% og erlendra skuldabréfa sjóðsins neikvæð um 1,9%. Raunávöxtun innlendra hlutabréfa var 63,6% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa 12,8% að teknu tilliti til gjaldeyrisvarna. Gjaldeyrisvarnir sjóðsins skiluðu 675,0 milljónir kr. sem kemur til hækkunar á ávöxtun erlendu hlutabréfa hans.

Í árslok 2005 voru 57,8% af verðbréfaeignum sjóðsins í innlendum skuldabréfum, 1,6% í erlendum skuldabréfum, 13,9% innlendum hlutabréfum og 26,7% í erlendum hlutabréfum.

Sjá nánari upplýsingar um ávöxtun einstakra deilda með því að smella á "lesa meira".

B-deild LSR
Nafnávöxtun B-deildar LSR var 19,1% á árinu 2005 sem svarar til 14,2% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 9,4% hreina raunávöxtun árið 2004. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 6,6% og síðustu 10 ár 5,9%.  Heildareignir deildarinnar námu 155,7 milljörðum króna í lok árs 2004 en 128,1 milljarði króna í lok árs 2004. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa í eigu B-deildar var 6,6%, raunávöxtun erlendra skuldabréfa -2,6%, raunávöxtun innlendra hlutabréfa 62,8% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa 12,8%

Verðbréfaeign deildarinnar í árslok 2005 skiptist þannig að 59,1% voru í innlendum skuldabréfum, 1,4% í erlendum skuldabréfum, 14,5% í innlendum hlutabréfum og 25,0% í erlendum hlutabréfum.

A-deild LSR
Nafnávöxtun A-deildar LSR var 18,8% á árinu 2004 sem svarar til 14,0% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 9,2% hreina raunávöxtun árið 2004.  Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 5,3% og frá stofnun (1997) 5,7%.
Heildareignir deildarinnar námu 67,5 milljörðum króna í lok árs 2005 en 48,5 milljörðum í lok árs 2004. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa í eigu A-deildar var 6,3%, erlendra skuldabréfa -1,1%, raunávöxtun innlendra hlutabréfa 65,7% og erlendra hlutabréfa 12,9%.

Í árslok 2005 voru 55,2% af verðbréfaeignum deildarinnar í innlendum skuldabréfum, 1,8% í erlendum skuldabréfum, 12,8% í innlendum hlutabréfum og 30,2% í erlendum hlutabréfum.

Séreign LSR
Ávöxtun fjárfestingarleiða Séreignar LSR var misjöfn á síðasta ári. Nafnávöxtun Leiðar I var 13,4% sem svarar til 8,8% hreinnar raunávöxtunar. Nafnávöxtun Leiðar II var 9,0% sem svarar til 4,6% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun Leiðar III sem er bundinn innlánsreikningur var 3,9% á síðasta ári.
Heildareignir Séreignar LSR námu 4,3 milljörðum kr. í árslok 2005 og jókst hrein eign sjóðsins um 1.012,0 m.kr. eða 30,9%.

Verðbréfaeign Leiðar I í árslok 2005 skiptist þannig að 56,0% voru í innlendum skuldabréfum, 2,3% í erlendum skuldabréfum, 13,2% í innlendum hlutabréfum og 28,5% í erlendum hlutabréfum. Verðbréfaeign Leiðar II um áramót var þannig að 75,9% var í innlendum skuldabréfum, 3,5% í erlendum skuldabréfum, 5,5% í innlendum hlutabréfum og 15,1% í erlendum hlutabréfum.  

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga
Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var 18,5% á árinu 2005 sem svarar til 13,7% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 9,4% hreina raunávöxtun árið 2004. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 6,1% og síðustu 10 ár 5,8%.
Heildareignir Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga í árslok 2005 námu 18,5 milljörðum króna og uxu um rúma 3,0 ma.kr. á árinu eða um 19,5%.

Ávöxtun einstakra eignaflokka sjóðsins var góð á árinu. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa var 6,4% og raunávöxtun erlendra skuldabréfa -2,0%. Raunávöxtun innlendra hlutabréfa var 63,5% erlendra hlutabréfa sjóðsins var 12,8% að teknu tilliti til gjaldeyrisvarna. Gjaldeyrisvarnir sjóðsins skiluðu 64,0 milljónum kr. sem kemur til hækkunar á ávöxtun erlendra hlutabréfa sjóðsins.

Verðbréfaeign sjóðsins í árslok 2005 skiptist þannig að 57,9% voru í innlendum skuldabréfum, 1,9% í erlendum skuldabréfum, 11,8% í innlendum hlutabréfum og 28,5% í erlendum hlutabréfum.