LSR morgunverðarfundur

13.04.2007

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins efndi til morgunverðarfundar fimmtudaginn 6. apríl 2006 á Radison SAS Hótel Sögu. Umfjöllunarefni á fundinum var áhrif og ábyrgð LSR á íslenskum fjármálamarkaði. Tilefni fundarins var að eignir LSR eru nú um 240 milljarðar króna. Í ljósi stærðar lífeyrissjóðsins er fróðlegt að beina sjónum að áhrifum hans á umhverfi okkar.

Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur tekið saman skýrslu um LSR og Íslenskan fjármálamarkað. Á fundinum gerði Gylfi  grein fyrir efni skýrslunnar.

Auk Gylfa voru framsögumenn Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Loftur Ólafsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Glitni og Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Fjölluðu þeir um málefni fundarins og tóku þátt í pallborðsumræðum.