Upplýsingar um LSR lán á skattframtali

17.03.2006

Upplýsingar um LSR lán vegna skattframtals 2006 birtast á sundurliðunarblaði framtalsins. Upplýsingar eru ekki forskráðar inn á skattaframtalið.

Þeir sem skila skattframtali á pappír fá sundurliðunarblaðið sent heim með framtalinu, en þeir sem telja fram rafrænt geta nálgast sundurliðunarblaðið á netframtalinu undir hnappnum “Sundurliðunarblað” sem er fyrir neðan hnappinn “Eignir og skuldir”.

LSR sendir einnig upplýsingar um stöðu LSR lána á árinu 2005 beint til lánþega með skattamiðum.