Fastir vextir LSR lána áfram 4,15%

03.01.2006

LSR lán bjóðast með föstum eða breytilegum vöxtum. LSR lán með föstum vöxtum hafa boðist með 4,15% og hefur verið tekin ákvörðun um að þeir haldist óbreyttir enn um sinn. Vextir lána með breytilegum vöxtum eru endurskoðaðir fjórum sinnum á ári að teknu tilliti til kjara á skuldabréfamarkaði og tekur jafnt til nýrra og þegar útgefinna skuldabréfa. Frá 1. janúar 2006 verða vextir LSR lána með breytilegum vöxtum 4,51% en frá síðustu endurskoðun hafa þeir verið 4,22%. Hvort sem lánþegar LSR og LH velja lán með breytilegum eða föstum vöxtum þá bjóða sjóðirnir þeim áfram kjör sem eru með því allra besta sem býðst á lánamarkaði í dag.

Nánari upplýsingar um kjör lána má finna á heimasíðu LSR.