LSR lán árið 2005

10.12.2005

Lánastarfsemi LSR hefur gengið vel það sem af er ári. Frá áramótum og til loka nóvember voru afgreidd ný LSR lán fyrir rúma 8,6 milljarða króna en á sama tíma voru eldri lán greidd upp fyrir rúma 4,4 milljarða króna. Útlán eru því tæpum 4,2 milljörðum kr. hærri en uppgreiðslur á þessu ári. Til samanburðar námu útlán yfir allt árið 2004 tæpum 4,6 milljörðum kr. en nettóútlán voru 213 milljónir vegna mikilla uppgreiðsla á síðasta þriðjungi síðasta árs. Dregið hefur úr uppgreiðslum lána og í nóvember voru þær hlutfallslega lægri miðað við útlán í næstu mánuðum á undan. Þá hefur einnig verið mikið um að fólk skilmálabreyti eldri LSR lánum sér til hagsbóta. Kjör LSR lána eru góð og mikilvægt að sjóðfélagar meti þau í samanburði við aðra lánamöguleika þegar þeir huga að lántöku eða uppgreiðslum lána.