Útsending yfirlita úr B-deild LSR

24.10.2005

Send hafa verið út sjóðfélagayfirlit til allra virkra greiðenda í B-deild LSR. Yfirlitin eru yfir áunnin réttindi til 31.12.2004. Mikil breyting hefur orðið á útliti yfirlitanna og eru þau unnin í tengslum við uppsetningu á nýju tölvukerfi LSR. Yfirlit til þeirra sem greiða í LH munu fara út á næstunni. Áætlað er að veita sjóðfélögum í B-deild LSR og LH aðgang að réttindum sínum í gegnum sjóðfélagavef LSR á næsta ári.

30.september 2005