Nýr forstöðumaður eignastýringar LSR og LH

22.09.2005

Róbert A. Róbertsson hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringar hjá LSR og LH. Róbert er viðskiptafræðingur og með löggildingu sem verðbréfamiðlari. Hann hefur starfað við eignastýringu hjá lífeyrissjóðunum frá árinu 2002 og hefur nú þegar tekið við starfi forstöðumanns eignastýringar. Róbert tekur við af Alberti Jónssyni sem hefur gegnt þessu starfi síðastliðin 4 ár við góðan orðstír. Um leið og LSR og LH þakka Alberti góð störf í þágu sjóðanna bjóðum við Róbert velkominn í nýtt starf.