Mikil aukning í útlánum LSR og LH til sjóðfélaga

13.07.2005

LSR og LH hafa lánað meira til sjóðfélaga á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 en yfir allt árið í fyrra, sem þó var næstbesta ár sjóðanna frá upphafi hvað útlán varðar.
Útlán sjóðanna á tímabilinu janúar til júní 2005 námu 4,6 milljörðum króna en voru tæplega 4,6 milljarðar króna yfir allt árið 2004. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 námu útlán rúmum 1,7 milljörðum króna sem þýðir að aukningin á fyrri helmingi þessa árs nemur 165%.