Útsending yfirlita úr A-deild LSR

22.06.2005

Send hafa verið út sjóðfélagayfirlit til allra virkra greiðenda í   
A-deild. B-deildar yfirlit sem og yfirlit til þeirra sem greiða í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga munu fara út á næstunni.

Sjóðfélagar í A-deild LSR fengu einnig aðgang að sjóðfélagavef LSR en hingað til hefur hann einungis verið aðgengilegur þeim sem greitt hafa í séreign LSR.  Í framtíðinni mun sjóðfélagavefurinn einnig verða opinn þeim sem eiga réttindi í B-deild LSR og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Hægt er að opna sjóðfélagavefinn
hér. Einnig er hægt að smella á hnapp á forsíðunni sem heitir sjóðfélagavefur.