Upplýsingar um kynningar- og samráðsfundinn

30.05.2005

Árlegur kynningar- og samráðsfundur LSR og LH með sjóðfélögum og mökum þeirra sem fá lífeyri úr sjóðunum var haldinn 17. maí sl. á Hótel Nordica.
Um 300 manns mættu á fundinn og hlýddu á erindi Hauks Hafsteinssonar framkvæmdastjóra um starfsemi sjóðanna og Páls Ólafssonar um framkvæmd eftirmannsreglunnar. Þá flutti Geir Haarde fjármálaráðherra ræðu. Í lok fundar komu fram nokkrar fyrirspurnir frá fundarmönnum og svör við þeim eftir atvikum. Eins og undanfarin ár var boðið upp á skemmtiatriði og að þessu sinni var það Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona sem söng lög úr leikriti Sigurðar Pálssonar um Edith Piaff. Ekki var annað að sjá en fundarmenn kynnu að meta glæsilegan flutning Brynhildar við hljóðfæraundirleik Jóhanns G. Jóhannssonar, Jóels Pálssonar og Birgis Bragasonar.