Ársfundur LSR og LH

26.05.2005

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga verður haldinn þriðjudaginn 31. maí á Nordica Hotel,  Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 15:00.
Á ársfundinum verður fjallað um ársskýrslu og ársreikninga sjóðanna fyrir árið 2004, niðurstöðu tryggingafræðilegra úttekta á stöðu sjóðanna, fjárfestingarstefnu þeirra, ávöxtun o.fl. 

Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum. Jafnframt eiga launagreiðendur sem greiða iðgjald fyrir starfsmenn sína til LSR eða LH rétt á að senda einn eða fleiri fulltrúa á ársfundinn