Kynningar og samráðsfundur LSR og LH

11.05.2005

Undanfarin ár hefur verið haldinn fundur með sjóðfélögum og mökum þeirra sem fá greiddan lífeyri úr sjóðnum. Fundir þessir hafa verið vel sóttir og að þessu sinni verður hann haldinn á Nordica hóteli þann 17. maí nk.

Geir Haarde fjármálaráðherra mun verða með stutta framsögu á fundinum en auk hans fjallar Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri um starfsemi sjóðanna og Páll Ólafsson deildarstjóri um framkvæmd eftirmannsreglunnar. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti auk þess sem Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona mun syngja nokkur lög úr leikritinu Edith Piaff.

Fundurinn hefst kl 15 og er gert  ráð fyrir að honum verði lokið kl 17.