Nýtt lánakerfi fyrir LSR lán

18.04.2005

og upplýsingar um hvernig greiða á eldri greiðsluseðla.
LSR tekur í notkun nýtt lánakerfi mánudaginn 25. apríl 2005. Kerfið, sem nefnist Libra Loan, heldur utan um alla afgreiðslu LSR lána og innheimtu þeirra. Með upptöku hins nýja kerfis gefst LSR enn betri möguleiki á að þróa áfram þjónustu við viðskiptavini sína, m.a. með bættri upplýsingagjöf og liprari skjalagerð í tengslum við lánveitingar. Auk þess mun upplýsingamiðlun til banka, fasteignasala og annarra aðila sem tengjast fasteignaviðskiptum verða skilvirkari.

Breyttir greiðsluseðlar

Í gamla lánakerfi LSR voru greiðsluseðlar sendir út í gegnum innheimtukerfi hjá Reiknistofu bankanna sem nú er verið að leggja niður (höfuðbók 62). Nýja lánakerfið notar nýtt og öflugra innheimtukerfi frá Reiknistofu bankanna (höfuðbók 66). Þetta veldur því að ekki er hægt að greiða greiðsluseðla fyrir apríl mánuð 2005 frá og með 23. apríl.

Föstudagskvöldið 22. apríl munu allir reikningar í gamla innheimtukerfinu verða felldir niður. Reikningarnir í nýja innheimtukerfinu verða stofnaðir seinnipart sunnudagsins 24. apríl. Því verður ekki hægt að greiða greiðsluseðla frá föstudagskvöldi þar til á sunnudagskvöld.

Hvernig á að greiða ?

Leiðbeiningar um greiðslu á gömlum greiðsluseðlum eftir upptöku nýs lánakerfis

1.   Þeir sem eru í greiðsluþjónustu í bönkunum eiga ekki að finna fyrir þessari  
      breytingu. Bankarnir eru búnir að uppfæra sín kerfi til samræmis við
      breytingarnar.

2.   Þeir sem greiða greiðsluseðlana sína í gegnum heimabankann munu sjá
      reikningana birtast í yfirliti yfir ógreidda reikninga um leið og búið verður að
      stofna þá í nýja innheimtukerfinu (á sunnudagskvöldið).

3.   Tölvuröndin á greiðsluseðlunum mun breytast vegna nýs innheimtukerfis. Því
      þurfa þeir sem greiða greiðsluseðlana sína í gegnum heimabankann með því að
      stimpla inn tölvuröndina að stimpla inn nýju tölvuröndina í stað þeirrar gömlu.
      Munurinn á gömlu og nýju tölvuröndinni er lítill. Það sem breytist er að í stað
      þess að stimpla inn kennitölu greiðanda er stimpluð inn kennitala LSR (kt.  
      711297-3919) og í stað þess að stimpla inn höfuðbók 62 (gamla
      innheimtukerfið) skal stimpla inn höfuðbók 66. Hér er dæmi um mismuninn
      (mismunurinn í nýju tölvuröndinni er feitletraður):

            a.   Gamla tölvuröndin:
                  Kt. Greiðanda Nr. Kröfu     Banki Hb  Gjalddagi
                  0101500009     –  012345 - 03 – 1150  62  150405

            b.   Nýja tölvuröndin:
                   Kt. kröfuhafa Nr. Kröfu     Banki Hb  Gjalddagi
                   7112973919     –  012345 - 03 – 1150  66  150405