Útsending ársyfirlita í Séreign LSR

13.04.2005

Í dag fá sjóðfélagar í Séreign LSR send ársyfirlit 2004. Með ársyfirlitum fylgja upplýsingar um ávöxtun ársins 2004 í Fréttabréfi Séreignar LSR.
Rétt er að ítreka ábyrgð sjóðfélaga við að fylgjast með iðgjaldagreiðslum. Mikilvægt er að bera launaseðla saman við yfirlitið og gera án tafar athugasemdir ef iðgjöld hafa ekki borist sjóðnum í síma 510 6100 eða á netfangið sereign@lsr.is.