Lækkun á breytilegum vöxtum LSR lána

29.03.2005

Breytilegir vextir LSR lána lækka í 4,16% frá og með 1.apríl 2005. Breytilegir vextir LSR lána eru endurskoðaðir á þriggja mánaða fresti. Vextir 1.apríl eru miðaðir við meðaltal ávöxtunarkröfu Íbúðabréfa á gjalddaga 2034 (auðkenni: HFF34) síðastliðinna þriggja mánaða að viðbættu 0,6% álagi.
Fastir vextir LSR lána eru óbreyttir 4,15%.