Tekjuupplýsingar frá sjóðfélögum á örorkulífeyri

16.02.2005

Sjóðfélagar á örorkulífeyri hjá LSR hafa fengið senda beiðni um að veita LSR heimild til öflunar upplýsinga um launatekjur beint frá Ríkisskattstjóra. Slík milliliðalaus upplýsingagjöf felur í sér hagræði bæði fyrir sjóðfélaga og sjóðinn. Eitt af skilyrðum fyrir greiðslu örorkulífeyris er að sjóðfélagi verði fyrir tekjutapi af völdum örorku. LSR ber að hafa eftirlit með lífeyrisgreiðslum og til að geta sinnt þeirri skyldu sinni er nauðsynlegt að fá upplýsingar frá skattayfirvöldum um tekjur örorkulífeyrisþega. Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk lífeyrisdeildar.