Nýir sjóðfélagar í A-deild á árinu 2004 fá sent kynningarefni

11.01.2005

Allir nýir sjóðfélagar í A-deild LSR á árinu 2004 hafa fengið sent kynningarefni um sjóðinn. Yfir 2600 nýir sjóðfélagar ársins 2004 fengu nýjan kynningarbækling um A-deild LSR ásamt nánari upplýsingum um aðra þjónustu sjóðsins, s.s. Séreign LSR og LSR lán. Markmið útsendingarinnar er að bjóða nýja sjóðfélaga velkomna í lífeyrissjóðinn, efla þekkingu þeirra á lífeyrisréttindum og hvetja þá til að hafa samband við sjóðinn ef einhverjar spurningar vakna.

Sjóðfélagar sem óska eftir því að fá nýja kynningarbæklinginn sendan geta sent fyrirspurn á netfangiðlsr@lsr.is eða hringt til skrifstofu sjóðsins í síma 510-6100.