Tafir á leiðréttingu lífeyrisgreiðslna

27.12.2005

Ríflega eitt þúsund lífeyrisþegar, sem fá greitt eftir kjarasamningi grunnskóla, þurfa að bíða til miðvikudags eftir leiðréttingu á lífeyri í samræmi við nýgerðan kjarasamning. Sama á við þá sem fá greiddan lífeyri er tekur sömu breytingum og verða að meðaltali á dagvinnulaunum opinberra starfsmanna, þ.e. meðaltalsreglu. Í desember er að venju greidd vísitöluleiðrétting, þ.e. mismunur á því sem greitt var á tímabilinu nóvember 2003 til október 2004 og því sem greiða skyldi miðað við rétta vísitölu. Þessi leiðrétting kemur til greiðslu miðvikudaginn 29. desember. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.