Nýr bæklingur um LSR lán

26.10.2004

LSR hefur gefið út nýjan bækling um LSR lán. Þar er að finna upplýsingar um kjör lánanna og atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar nýtt lán er tekið eða eldri lán endurfjármögnuð. Meðal þess sem fjallað er um í bæklingnum eru vaxtakjör, heimild til uppgreiðslu lána, hverjir eigi rétt á LSR láni og áhrif vaxta og mismunandi lánstíma á greiðslubyrði. LSR hvetur fólk til að kynna sér málið vel og reikna dæmið til enda áður en það tekur ákvörðun um að taka nýtt lán eða endurfjármagna eldri lán.

Unnt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu LSR. Hann hefur einnig verið sendur í pósti til allra lánþega og virkra sjóðfélaga í  LSR og LH.

Starfsfólk LSR er reiðubúið að svara spurningum í síma 510 6100 eða á skrifstofu sjóðsins í Bankastræti 7. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið lsr@lsr.is.