Tilkynning send þeim sem eru með lán frá LSR sem bera fasta vexti

23.09.2004

LSR hefur sent um ellefu hundruð sjóðfélögum, sem greiða af lánum sem bera fasta vexti, tilkynningu þar sem áréttuð er heimild þeirra til að breyta úr föstum vöxtum yfir í breytilega vexti. Um er að ræða bréf sem bera ýmist 6,0% eða 6,8% fasta vexti. Breytilegir vextir eru nú 4,33%. Starfsfólk LSR veitir nánari upplýsingar í síma 510 6100. Auk þess er hægt að senda fyrirspurn á netfangið lsr@lsr.is.