Útsending hálfsársyfirlita 2004 í Séreign LSR

01.10.2004

Í gær fengu tæplega 5000 sjóðfélagar í Séreign LSR send yfirlit yfir stöðu sína og hreyfingar á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Meðfylgjandi yfirlitinu var fréttabréf Séreignar með nánari upplýsingum um fjárfestingarleiðir og ávöxtun. Það ber að ítreka við alla sjóðfélaga að fylgjast vel með iðgjaldagreiðslum og bera saman launaseðla við yfirlitið og tilkynna sjóðnum sem fyrst ef misræmi finnst. Ef óskað er eftir nánari upplýsingar þá eru sjóðfélagar hvattir til að hafa samband við ráðgjafa sjóðsins í síma 510-6100 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sereign@lsr.is.