Fjölmennur fundur með sjóðfélögum á lífeyri

25.05.2004

Árlegur kynningar- og samráðsfundur LSR og LH fyrir sjóðfélaga á lífeyri var haldinn á Grand Hótel Reykjavík síðastliðinn miðvikudag. Fundurinn var vel sóttur en á fjórða hundrað sjóðfélaga mættu til að hlýða á framsöguerindi og njóta skemmtiatriða. 

Framsöguerindi fluttu, Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR og LH sem gerði grein fyrir starfsemi sjóðanna á síðast liðnu ári, Þórey S. Þórðardóttir forstöðumaður réttindamála lýsti starfi sínu og hlutverki og að lokum skýrði Páll Ólafsson deildarstjóri framkvæmd eftirmannsreglunnar. Fundarstjóri var formaður stjórnar LSR, Maríanna Jónasdóttir.

Eftir framsöguerindin söng Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona nokkur lög við undirleik Árna Heiðars Karlssonar og síðan fjallaði Gunnar Eyjólfsson leikari á fjörlegan hátt um glímuna við efri árin.