Sjóðfélagalán árið 2003 - Vanskil minnka og vextir lækka
Á árinu 2003 voru veitt lán til sjóðfélaga 1648, að upphæð rúmir 4 milljarðar, og virðast útlánin nú vera í nokkru jafnvægi eftir gríðarlegan vöxt frá 1998 til metársins 2001. Upphæð heildarútlána dróst saman um rúman milljarð milli áranna 2001 og 2002 en u.þ.b. 185 milljónir milli áranna 2002 og 2003. Í upphafi ársins 2003 voru vextir lánanna 5,91% en eru nú 5,01%.
Það er vægt til orða tekið að segja að sjóðfélagar séu traustur viðskiptahópur því vanskil hafa einatt verið fyrirferðarlítil tala í reikningum sjóðsins og ánægjulegt að frá því í fyrra hefur talan lækkað frá því að vera 0,56% af heildarupphæð allra sjóðfélagalána niður í 0,47%. Ef litið er á vanskil sjóðfélagalána sem hlutfall af heildareign allra tegunda skuldabréfa í eigu sjóðsins, hefur það hlutfall lækkað frá því fyrra úr 0,15% í 0,12%.