Stefnumótun LSR og LH

09.12.2003

Á árinu hefur verið unnið að stefnumótun fyrir starfsemi LSR og LH. Vinna þessi hefur verið samstarfsverkefni stjórna og starfsmanna lífeyrissjóðanna. Í stefnumótuninni er gengið frá almennri stefnuyfirlýsingu, þar sem útlistað er hvað á að einkenna starfsemi LSR og LH. Þá er hlutverk sjóðanna tilgreint. Meginefni stefnumótunarinnar er samantekt á áhersluatriðum í starfsemi sjóðanna. Einnig er þar horft til næstu ára og lögð fram framtíðarsýn sem tekur mið af breyttum aðstæðum og breyttum kröfum í starfseminni. Loks eru kaflar um innleiðingu stefnunnar og um eftirfylgni með framkvæmd hennar.