Séreign LSR

Breytt fjárfestingarstefna

20.11.2008

Þann 6. október sl. var lokað fyrir úttektir og færslur í leiðum I og II í Séreign LSR. Þessi aðgerð var nauðsynleg til að tryggja jafnræði og festu í stýringu á eignasafninu við þær aðstæður sem skapast höfðu á fjármálamarkaði. Vegna falls bankanna hefur því miður reynst nauðsynlegt að endurmeta inneign sjóðfélaga í Séreign. Hlutabréf í Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi hafa verið afskrifuð, auk þess sem inneign í nokkrum skuldabréfasjóðum hefur lækkað. Fall bankanna og afleidd áhrif á skuldabréfaeign hefur haft þau áhrif að inneign sjóðfélaga í leið I hefur lækkað um 15,4% og 13,3% í leið II. Þegar horft er á breytingar frá síðustu áramótum til 30. nóvember sl. er lækkunin 12,0% í leið I og 2,8% í leið II og þá hefur verið tekið tillit til falls bankanna og afleiddra áhrifa. Leið III varð ekki fyrir áhrifum vegna bankahruns og hækkaði um 22,9% á fyrstu 11 mánuðum ársins.Gengisbreyting frá áramótum og lækkun inneignar vegna fjármálakreppunnar er áætluð eftirfarandi:

 

 

 

Leið I

Leið II

Leið III

Gengisbreyting fyrstu 11 mánuði ársins

-12,0%

-2,8%

22,9%

Þar af skerðing vegna bankahruns

-15,4%

-13,3%

 

 

Eignasamsetning leiða I og II hefur breyst nokkuð að undanförnu og er hún sem hér segir:

 

 

 

Leið I

Leið II

Leið III

 

 

Innlán

24%

32%

100%

Innlend skuldabréf

33%

47%

 

þar af bréf með ríkisábyrgð

24%

36%

 

Erlend skuldabréf

2%

3%

 

Innlend hlutabréf

2%

1%

 

Erlend hlutabréf

35%

16%

 

Aðrar fjárfestingar

4%

2%

 

Samtals

100%

100%

100%

 

Ný fjárfestingarstefna

Með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi og að teknu tilliti til breyttra aðstæðna á fjármálamörkuðum var nauðsynlegt að endurskoða fjárfestingarstefnu leiða I og II í Séreign. Ný stefna var samþykkt á stjórnarfundi LSR þann 19. nóvember sl. Hér að neðan má sjá fjárfestingarstefnur leiða I, II og III og samanburð við fyrri fjárfestingarstefnu hjá leiðum I og II.

 

 

Fjárfestingarstefna Séreignar

Leið I

 

Leið II

 

Leið III

 

eldri

eldri

 

Innlán

15%

25%

100%

Innlend skuldabréf

35%

45%

45%

70%

 

þ.a. bréf með ríkisábyrgð

20%

30%

30%

55%

 

Erlend skuldabréf

5%

5%

5%

5%

 

Innlend hlutabréf

5%

10%

5%

5%

 

Erlend hlutabréf

35%

30%

15%

12%

 

Aðrar fjárfestingar

5%

10%

5%

8%

 

 

Vakin er athygli á því að samkvæmt breyttri fjárfestingarstefnu er hluta iðgjalda allra leiða ráðstafað í innlán, bæði verðtryggð og óverðtryggð. Samkvæmt eldri stefnu var það einungis leið III sem bauð upp á þann kost.

 

Ráðstöfun framtíðariðgjalda

Eins og kom fram í bréfi sem sent var til sjóðfélaga í lok október sl. hefur öllum iðgjöldum verið ráðstafað inn á verðtryggðan innlánsreikning leiðar III á meðan lokað var fyrir færslur í öðrum leiðum. Þetta var gert óháð upphaflegu vali sjóðfélaga um fjárfestingar í leið I eða II. Frá og með næstu áramótum verður iðgjöldum ráðstafað á ný í samræmi við upphaflegt val sjóðfélaga.

 

Hjá Séreign LSR hefur verið starfrækt svokölluð Sér-leið, en þar færist inneign sjóðfélaga sjálfkrafa á milli leiða eftir aldri. Fyrirkomulagi Sér-leiðar hefur verið breytt á þann veg að nú velja sjóðfélagar upp að 55 ára aldri á milli leiðar I og leiðar II.  Í leið I vega hlutabréf þyngra, en meiri áhersla er lögð á skuldabréf í leið II. Við 55 ára aldur flyst inneign úr leiðum I og II yfir í leið III í áföngum á allt að þremur árum. Þessi nýjung í Sér-leið gefur sjóðfélögum kost á að velja fjárfestingaleið sem hentar þeim en tryggir þó ávallt verðtryggða örugga ávöxtun á síðari hluta séreignarsparnaðar. Hafi sjóðfélagar áhuga á að draga úr áhættu í safni sínu þá býðst þeim að flytja eign sína úr leið I í leið II á allt að þremur árum. Þeim sjóðfélögum er vinsamlegast bent á að hafa samband við starfsfólk Séreignar LSR með tölvupósti eða símtali.

 

Ráðlegging okkar til sjóðfélaga er að halda áfram að greiða í viðbótarlífeyrissparnað. Það er hagstæður sparnaður m.a. vegna mótframlags atvinnurekanda (2%). LSR harmar þau óþægindi og það fjárhagslega tjón sem sjóðfélagar hafa orðið fyrir á liðnum vikum.

 

Um leið og við þökkum sjóðfélögum okkar fyrir sýnda þolinmæði og skilning þá viljum við hvetja þá til að hafa samband við þjónustufulltrúa eða starfsfólk eignastýringar vakni frekari spurningar. Þá viljum við minna á að nánari upplýsingar um inneign og réttindi er að finna á sjóðfélagavef LSR á www.lsr.is. Til að nálgast lykilorð að vefnum er hægt að hafa samband við þjónustufulltrúa símleiðis í s. 510 6100 eða á netfangið lsr@lsr.is.