Ýtarlegri upplýsingar á heimasíðu LSR fyrir þá sem lenda í greiðsluerfiðleikum

13.02.2009

Á svæði lánadeildar á heimasíðu LSR hefur nú verið bætt inn upplýsingum um úrræði sem bjóðast þeim sem sjá fram á greiðsluerfiðleika eða komnir eru í vanskil. Þar má einnig finna leiðir til að komast inn á heimasíðu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og einnig heimasíðu Félagsmálaráðuneytisins, þar sem finna má upplýsingar um beitingu greiðslujöfnunarvísitölu. Það er von lánadeildar LSR að aukin upplýsingagjöf til lántaka megi verða til þess að auðvelda þeim að meta þau úrræði sem bjóðast ef þeir lenda í greiðsluvanda.

Þeir sem óska eftir að afborganir þeirra af LSR lánum verði miðaðar við greiðslujöfnunarvísitölu verða að sækja um þá breytingu fyrir 20. hvers mánaðar héðan í frá og tekur slík breyting þá gildi við gjalddaga næsta mánaðar. Sama er með óskir um frystingu lána.