Góð ávöxtun og áhættudreifing hjá LSR og LH 2004

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

20.04.2005

Nafnávöxtun LSR var 13,77% á árinu 2004 sem svarar til 9,31% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 10,63% hreina raunávöxtun árið 2003. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 3,89% og síðustu 10 ár 4,94%.
Heildareignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í árslok 2004 námu 179,8 milljörðum króna og uxu um tæpa 34 ma.kr. á árinu eða um 23,2%

Ávöxtun einstakra eignaflokka sjóðsins var misjöfn á síðasta ári. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa var 8,59% og raunávöxtun innlendra hlutabréfa 54,36%.  Raunávöxtun erlendra skuldabréfa sjóðsins var 5,00% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa var neikvæð á síðasta ári um 0,23% að teknu tilliti til gjaldeyrisvarna. Ástæða lækkunar á erlendum hlutabréfum var mikil styrking krónunnar, sem rýrir eignir í erlendri mynt, en gripið var til gengisvarna á síðasta ári til að draga úr neikvæðum áhrifum af styrkingu krónunnar á erlendar eignir sjóðsins sem skiluðu sjóðnum 1,9 ma.kr.

Í árslok 2004 voru 59,3% af verðbréfaeignum sjóðsins í innlendum skuldabréfum, 15,8% í innlendum hlutabréfum, 0,7% í erlendum skuldabréfum og 24,2% í erlendum hlutabréfum. Meðalstaða sjóðsins í innlendum hlutabréfum var um 11% á árinu 2004.

B-deild LSR
Nafnávöxtun B-deildar LSR var 13,83% á árinu 2004 sem svarar til 9,39% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 10,51% hreina raunávöxtun árið 2003. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 4,29% og síðustu 10 ár 5,06%.  Heildareignir sjóðsins námu 128,1 milljarði króna í lok árs 2004 en 108,2 milljörðum króna í lok árs 2003. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa í eigu B-deildar var 8,30%, raunávöxtun innlendra hlutabréfa 54,36%, raunávöxtun erlendra skuldabréfa 5,01% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa var neikvæð um 0,34%.

Verðbréfaeign sjóðsins í árslok 2004 skiptist þannig að 62,1% voru í innlendum skuldabréfum, 15,9% í innlendum hlutabréfum, 0,6% í erlendum skuldabréfum og 21,3% í erlendum hlutabréfum.

A-deild LSR
Nafnávöxtun A-deildar LSR var 13,54% á árinu 2004 sem svarar til 9,15% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 11,03% hreina raunávöxtun árið 2003.  Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 2,20% og frá stofnun (1997) 4,60%.
Heildareignir sjóðsins námu 48,5 milljörðum króna í lok árs 2004 en 35,4 milljörðum í lok árs 2003. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa í eigu A-deildar var 9,56%, raunávöxtun innlendra hlutabréfa 54,36%, erlendra skuldabréfa 5,00% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa var neikvæð um 0,01%.

Í árslok 2004 voru 51,9% af verðbréfaeignum sjóðsins í innlendum skuldabréfum, 15,4% í innlendum hlutabréfum, 0,9% í erlendum skuldabréfum og 31,7% í erlendum hlutabréfum.

Séreign LSR
Ávöxtun allra fjárfestingarleiða Séreignar LSR var góð á síðasta ári. Nafnávöxtun Leiðar I var 15,12% sem svarar til 10,63% hreinnar raunávöxtunar. Nafnávöxtun Leiðar II var 12,30% sem svarar til 7,93% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun Leiðar III sem er bundinn innlánsreikningur var 5,66% á síðasta ári.
Heildareignir Séreignar LSR námu 3,2 milljörðum kr. í árslok 2004 og jókst hrein eign sjóðsins um 914,4 m.kr. eða 39%.

Verðbréfaeign Leiðar I í árslok 2004 skiptist þannig að 62,7% voru í innlendum skuldabréfum, 7,1% í innlendum hlutabréfum, 0,9% í erlendum skuldabréfum og 29,4% í erlendum hlutabréfum. Verðbréfaeign Leiðar II um áramót var þannig að 80,5% var í innlendum skuldabréfum, 2,4% í innlendum hlutabréfum, 1,7% í erlendum skuldabréfum og 15,4% í erlendum hlutabréfum.  

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga
Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var 13,79% á árinu 2004 sem svarar til 9,36% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 11,82% hreina raunávöxtun árið 2003. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 3,58% og síðustu 10 ár 5,12%.
Heildareignir Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga í árslok 2004 námu 15,5 milljörðum króna og uxu um tæpa 2,6 ma.kr. á árinu eða um 20,0%.

Ávöxtun einstakra eignaflokka sjóðsins var misjöfn á árinu. Raunávöxtun innlendra skuldabréfa var 8,20% en raunávöxtun innlendra hlutabréfa var 55,42%.  Raunávöxtun erlendra skuldabréfa var 4,98% og raunávöxtun erlendra hlutabréfa sjóðsins var á síðasta ári 0,88% að teknu tilliti til gjaldeyrisvarna. Gripið var til gengisvarna á síðasta ári til að draga úr neikvæðum áhrifum af styrkingu krónunnar á erlendar eignir sjóðsins sem skiluðu sjóðnum 175,4 m.kr.

Verðbréfaeign sjóðsins í árslok 2004 skiptist þannig að 58,3% voru í innlendum skuldabréfum, 15,2% í innlendum hlutabréfum, 0,9% í erlendum skuldabréfum og 25,6% í erlendum hlutabréfum.