Heimild til aukinnar úttektar á séreignarsparnaði

07.01.2013

Alþingi hefur samþykkt á ný heimild til úttektar á séreignarsparnaði sem er að hámarki kr. 6.250.000 og miðast nú við inneign sjóðfélaga þann 1. janúar 2013.

Umsóknartímabilið er frá 1. janúar 2013 til og með 31. desember 2013 en úttektartímabil er allt að 15 mánuðum frá því umsókn berst.

Mánaðarleg útborgun getur að hámarki orðið 416.667 krónur.

Vinsamlega athugið að samanlagðar úttektir á séreignarsparnaði frá því í mars 2009 geta aldrei orðið hærri en 6.250.000 kr.

Nánari upplýsingar um útborgunarreglur.