Hækkun lífeyrisgreiðslna í B-deild LSR og LH

25.03.2013

Þann 1. mars sl . hækkuðu laun opinberra starfsmanna almennt um 3,25%. Eins var um lífeyrinn í B-deild LSR og LH hjá þeim sem fylgja kjarasamningsbreytingum (eftirmannsreglu). Þeir, sem fá hækkun á lífeyrinn sem fylgir meðalbreytingum á dagvinnulaunum opinberra starfsmanna, mega eiga von á sambærilegri hækkun þann 1. maí nk. því meðaltalshækkun er alltaf tveimur mánuðum seinna á ferð en hækkun skv kjarasamningi.

Fyrir réttu ári hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum almennt um 3,5%. Meðaltalshækkun, sem skilaði sér 1. maí sl. sem afleiðing af þeim breytingum, varð hins vegar 3,9%. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig hækkunin sem varð nú skilar sér til þeirra sem fá meðaltalshækkun á lífeyrinn sinn. Meðaltalshækkun dagvinnulauna opinberra starfsmanna frá janúar 2012 til janúar 2013 var 5,6% en á sama tíma hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum um 3,5%.