Útsendingar til sjóðfélaga

08.05.2013

Árleg útsending yfirlita stendur yfir í þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2012. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Sjóðfélögum gefst kostur á að afþakka yfirlit á pappír og sækja upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi með rafrænum hætti á sjóðfélagavef LSR. Einfaldast er að afþakka pappír inn á sjóðfélagavefnum en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu sjóðsins.

Með yfirlitum í A-deild, B-deild og LH fylgir Fréttabréf LSR og upplýsingar um starfsemi sjóðanna á árinu 2012.

Með yfirlitum í Séreign LSR fylgir upplýsingayfirlit fyrir árið 2012.

LSR vill vekja athygli á kynningarfundum fyrir sjóðfélaga þann 28. og 29. maí nk. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að hringja í síma 510-6100 eða senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is.

Fréttabréf LSR - maí 2013

Séreign LSR - upplýsingar og yfirlit - apríl 2013

Kynningarfundir fyrir sjóðfélaga - maí 2013