Ársfundur LSR og LH

16.05.2013

Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 23. maí kl. 15:00 í húsnæði LSR við Engjateig 11,
105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársskýrsla fyrir árið 2012 verður afhent á fundinum en einnig er hægt að óska eftir heimsendingu hennar með því að senda póst á lsr@lsr.is. Einnig er hægt að nálgast ársskýrsluna á rafrænu formi hér á síðunni.