Vaxtalækkun lána hjá LSR og LH

27.09.2013

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) hafa samþykkt að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga frá og með 1. október 2013. Vextir nýrra lána með föstum vöxtum verða lækkaðir úr 3,8% í 3,7%. Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum. Jafnframt var samþykkt að vextir lána með breytilegum vöxtum verða lækkaðir úr 3,5% í 3,4%.