Íslykill tekinn í notkun við innskráningu á sjóðfélagavef LSR

18.10.2013

Frá og með 18. október 2013 verður eingöngu hægt að skrá sig inn á sjóðfélagavef LSR með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Við þessa breytingu verða eldri lykilorð óvirk.

Sækja þarf um Íslykil og er hann sendur í heimabanka eða á lögheimili í bréfpósti. Hægt er að sækja um Íslykil í gegnum sjóðfélagavef LSR.

Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá Íslands og er ný og örugg innskráningarleið Ísland.is sem samanstendur af kennitölu og lykilorði. Innskráning fer fram á öruggu svæði á Ísland.is þar sem einnig má sækja um Íslykil og óska eftir nýjum hafi fyrri glatast. 

Íslykill mun smám saman leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi í allri innskráningarþjónustu Ísland.is. Nú þegar eru ríkisstofnanir, sveitarfélög, skólar, félagasamtök og fyrirtæki notendur innskráningarkerfis Ísland.is og veitir Íslykill því víðtækan aðgang inn á læstar síður.

Á Ísland.is má finna frekari upplýsingar um Íslykilinn.