Tilgreind séreign hjá LSR

16.12.2022

LSR mun á næsta ári bjóða sjóðfélögum að greiða hluta af lífeyrisiðgjaldi sínu í tilgreinda séreign. Með því fá sjóðfélagar aukinn sveigjanleika við skipulagningu sinna starfsloka og hvernig lífeyrisiðgjaldi þeirra er varið.

Undirbúningur að innleiðingu þjónustunnar er hafinn, en áætlað er að hægt verði að hefja söfnun í tilgreinda séreign hjá LSR frá vormánuðum 2023.

Nánari upplýsingar um tilgreinda séreign má finna hér, en á næstu mánuðum mun LSR kynna þennan valkost enn frekar fyrir sjóðfélögum.