Tvö spennandi störf laus hjá LSR
LSR hefur auglýst tvö spennandi störf laus til umsóknar.
Annars vegar leitar sjóðurinn að sjóðsstjóra í teymi erlendra fjárfestinga á
eignastýringarsviði og hins vegar að verkefnastjóra umbóta og þjónustu, sem er
starf á sviðinu stafræn þróun og rekstur.
Starf sjóðsstjórans er víðtækt og nær til fjölbreyttra eignaflokka á erlendum mörkuðum. Þar leitar LSR að einstaklingi sem býr yfir afburða greiningarhæfni, metnaði og vilja til að takast á við margvísleg og spennandi verkefni. Starfið er laust til umsóknar fram til 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið má finna á Alfreð.is, en þar er einnig tekið við umsóknum.
Verkefnastjóri umbóta og þjónustu mun stýra verkefnum þvert á öll svið sjóðsins, en þar leitar LSR að drífandi einstaklingi með fjölbreytta reynslu. Verkefnastjórinn mun leika lykilhlutverk við skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra verkefna sem styðja við metnaðarfulla þjónustustefnu sjóðsins. Viðkomandi starfskraftur mun vinna náið með stjórnendum og verða hluti af öflugu teymi stoðþjónustu sjóðsins. Starfið er laust til umsóknar fram til 20. mars næstkomandi og má nánari upplýsingar og umsóknareyðublað finna á Alfreð.is.