Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna

03.12.2010

Fyrr í dag var undirrituð viljayfirlýsing um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Yfirlýsingin var undirrituð með fyrirvara um samþykki stjórna einstakra lífeyrissjóða. Enn á eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum vegna samkomulagsins og ganga frá verklagsreglum.

Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrir miðjan desember. Sjóðfélagar sem hyggjast kanna stöðu sína samkvæmt samkomulaginu verða því að sýna biðlund næstu daga meðan verið er að útfæra framkvæmd samkomulagsins. Nánari upplýsingar má fá í fréttatilkynningu á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.