Aukið aðgengi að upplýsingum

17.05.2010

Sjóðurinn vekur athygli á að sjá má launaseðil  fyrir lífeyri í heimabanka og einnig á vef sjóðsins.

Þar sem aðgengi að upplýsingum um lífeyrisgreiðslur hefur verið aukið með þessum hætti verður frá og með 1. júní 2010 hætt að senda  mánaðarlega launaseðla í pósti nema óskað verði eftir því sérstaklega. Launaseðlar hafa einnig fengið nýtt útlit sem vonandi gefur skýrari og aðgengilegri upplýsingar um greiðslu lífeyris.

Þeir, sem tamt er að nota „heimabanka“, eiga auðvelt með að finna launaseðilinn þar en hann má einnig sjá hér á heimasíðu LSR. Til vinstri á síðunni má sjá hnappinn „Sjóðfélagavefur LSR“ . Ef hneppt er á hann birtist eftirfarandi:

Innskráning:       Notandi  Lykilorð

Í reitinn „Notandi“ er skráð kennitala sjóðfélagans en lykilorð þeirra sjóðfélaga, sem ekki hafa þegar sótt um aðgang, er skráð á maí launaseðil fyrir lífeyri. 

Ef lykilorð hefur glatast fæst nýtt með því að hafa samband við þjónustufulltrúa LSR eða senda tölvupóst á netfangið adgangur@lsr.is.

Í árslok fá allir lífeyrisþegar sent yfirlit yfir lífeyrisgreiðslur á árinu. Þeim, sem óska eftir að fá áfram launaseðla senda í pósti, er vinsamlega bent á að hafa samband við þjónustufulltrúa í síma 510-6100.Ef nánari upplýsinga er óskað er velkomið að hafa samband við þjónustufulltrúa eða senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is.