Forskráning á skattframtöl

02.03.2007

Nú fer að koma að árlegum skattskilum. Öll lán lífeyrissjóðsins eru nú forskráð á fylgiskjal með skattframtali til hagræðingar fyrir lántakendur. Við ákvörðun á færslu LSR lána inn í skattframtöl skiptir máli hvort þau hafa verið tekin vegna íbúðarkaupa eða ekki og því ekki hægt að færa þau inn að fullu fyrirfram heldur verða lántakendur að ákveða hvernig þau skuli færð inn í endanlegt framtal svo rétt sé.

Upplýsingar um lífeyrisgreiðslur koma eins og undanfarin ár forskráðar á framtölin. LSR hefur einnig sent upplýsingar um lífeyrisgreiðslur á árinu 2006 beint til lífeyrisþega með launamiðum.