Aukin lífeyrisréttindi félagsmanna KÍ

09.12.2004

Í nýsamþykktum kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga er að finna mikilvægt ákvæði um séreignarsparnað sem gefur sjóðfélögum með séreignarsparnað aukin lífeyrisréttindi. Réttindin eru fólgin í því að frá 1. janúar 2005 ber launagreiðanda að greiða 2% kjarasamningsbundið mótframlag af heildarlaunum gegn framlagi launþegans. Forsenda þess er að launþeginn spari sjálfur a.m.k. 2% af heildarlaunum.

Þeir félagsmenn í KÍ sem eru sjóðfélagar í Séreign LSR eiga þegar rétt á mótframlagi launagreiðanda fá áramótum, að því tilskyldu að þeir séu sjálfir að spara a.m.k. 2% af heildarlaunum.

LSR hvetur sjóðfélaga til að taka þátt í séreignarsparnaði og fá þar með mánaðarlega 2% af heildarlaunum aukalega inn á séreign sína. Það eru viðbótarréttindi sem vert er að skoða.

Sjóðfélögum er velkomið að hafa samaband við ráðgjafa Séreignar LSR, í síma 510-6100, með því að senda fyrirspurn í netpósti á netfangið sereign@lsr.is  eða koma í heimsókn á skrifstofu sjóðsins að Bankastræti 7 í Reykjavík. Við minnum einnig á netaðgang sjóðfélaga á Sjóðfélagavef LSR  hér inn á heimasíðu sjósins.