Fastir vextir LSR lána lækka í 4,15% frá og með 29. nóvember 2004

29.11.2004

Frá og með deginum í dag, 29. nóvember, eru fastir vextir af nýjum LSR lánum 4,15%. Vextir LSR lána með breytilegum vöxtum eru 4,33% en munu verða endurskoðaðir fyrir næsta reglulega vaxtabreytingardag sem er 1. janúar n.k.

Hér eftir sem hingað til er ekki gerð krafa um að LSR lán séu tryggð með veði á fyrsta veðrétti, ekki er krafist uppgreiðslugjalds þó lán sé greitt upp að hluta eða öllu leyti fyrir umsamda gjalddaga og vaxtakjör lánanna eru ótengd öðrum viðskiptum.

Vaxtakjör LSR lána sem og sveigjanlegir skilmálar þeirra gera LSR lán að álitlegum valkosti, við fjármögnun fjárfestinga einstaklinga sem og endurfjármögnun eldri og óhagstæðari lána, fyrir fjölmarga af þeim sjötíu þúsund sjóðfélögum LSR og LH sem eiga rétt á LSR lánum.