Staða LSR sterk í samanburði lífeyrissjóða

27.08.2004

Í árlegri skýrslu Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2003 eru sýndar helstu niðurstöður ársreikninga allra lífeyrissjóða landsins. Þar kemur fram að verulegur viðsnúningur hefur orðið á ávöxtun lífeyrissjóða, en hrein raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu var 11,3% á árinu 2003 en var –3,0% árið 2002.
Helstu niðurstöður skýrslunnar úr ársreikningum lífeyrissjóðanna eru að hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2003 nam 824,0 milljörðum kr. og voru samanlagðar eignir LSR og LH 19,3% af þeirri fjárhæð. Lögbundnar iðgjaldagreiðslur til allra lífeyrissjóða námu 52 milljörðum kr. á árinu 2003, en iðgjaldagreiðslur til LSR voru 20,1% af þeirri fjárhæð eða 10,5 milljarðar. Greiddur lífeyrir var 28,8 milljarðar kr. árið 2003 og þar af var hluti LSR og LH 11,1 milljarður eða 38,4%