Samráðsfundur LSR og BHM

17.06.2004

LSR og BHM hittust 15.júní á samráðsfundi um lífeyrismál. Fundurinn var haldinn að frumkvæði LSR og er liður í þeirri viðleitni sjóðsins að efla samskipti við stéttarfélög aðildarfélaga sjóðsins. Voru fundarmenn sammála um mikilvægi góðrar samvinnu milli lífeyrissjóðs og stéttarfélags en um 800 lífeyrisþegar fá nú greiddan lífeyri sem tekur breytingum samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM (eftirmannsreglu). Lögð voru drög að bættum samskiptum og aukinni samvinnu í kynningarmálum.